Tuesday, October 31, 2006

Skúffukaka


Skúffukaka

4 egg
6 dl. sykur eða 510 gr.
3 dl. mjólk
9 dl. hveiti eða 450 gr.
6 tsk. lyftiduft
250 gr. smjörlíki
2 tsk. vanilludropar
2 msk. Kakó

Hægt er að setja minni sykur en segir í uppskriftinni. Einnig nota spelt í stað hveiti.

Egg og sykur þeytt saman Smjörlíki brætt og kælt
Öllu bætt saman
Kakan bökuð við 225 gráður í c.a. 20 mínútur.

Tuesday, October 10, 2006

Plokkfiskurinn góði

3 flök af fiski ( Þorskur eða Ýsa )
300 gr af soðnum karftöflum
1/2 liter mjólk
1 laukur
1 tsk karrý
100 gr smjörbolla ( hnoðað saman hveiti og smjöri ca. 50/50)
1-2 tsk af hvítum pípar

Sjóða þarf fiskinn og karftöflurnar. Laukurinn skorin smátt og settur í pott ásamt karrýinu. Smjörbollan sett úti og hitað upp við vægan hita þar til að smjörbollan er bráðin og sósan farin að þykkna. Þegar sósan er klár er fiskurinn og karftöflurnar brytjað út og piprað eftir smekk. Þegar búið er að setja þetta saman er gott að setja smá klípu af íslensku smjöri og leyfa því að bráðna.

Meðlæti: Rúbrauði,smjöri, harðsoðnum eggjum og etv. eplabátum.
Drykkir: Vatnið góða eða mjólk