Litla syndin ljúfa

140 gr smjör
140 gr 70% Nóa Siríus súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 gr flórsykur
60 gr hveiti
Hitið ofninn í 220, smyrja 6 form ( dugar jafnvel í fleiri ). ca 11 form í ikea forminu
Þeytið egg og eggjarauður, bættið flórsykur í og þeytið vel. Bræðið smjör og súkkulaði í potti og blandið úti eggjahræruna, þeytt.( þetta á að vera eins og krem ) Og að lokum er hveitið sett úti. Setja ca dl í hvert form ( ekki fylla alveg ).
Bakið við 220 í 11-12 mín ( ekki við blástur )
Ef degið er gert fyrirfram má geyma í ca 2 daga þá þarf aðeins lengri bokunartíma. Gott að prófa að baka einn til að finna réttan tíma. Þetta á að lokast alveg en renna út súkkulaði þegar skeið er stungið í.
Bera fram heitt með ís eða rjóma..ótrulega gott að vera með ferska ávexti eins og jarðaber..
0 Comments:
Post a Comment
<< Home