Friday, September 22, 2006

Eldsmiðjupizza


Pizzadegið

250 gr hveiti
1 tsk pressuger
1/2 tsk salt
1 tsk sykur
2 tsk Ólífuolía
130 ml vatn

Degið er nóg í tvo botna

Álegg

Sósa , ostur, jalapenó , sveppir , kjúklingabringa, sólþurrkaðir tómatar , rjómaostur, ostur, basilíka, oregano, hnetur ( kasjúahnetur ). Kjúklingabringan er krydduð með seasonall og smá pipar og steikt upp úr olíu.

Sósa

1 dós Heilir tómatar
1 dós Tómatmauk
3 Hvílauksrif
3 tsk Oreganó
2 tsk Timian
2 tsk Basilika
1/2 tsk Salt
1 tsk Svartur pipar
1/2 Laukur

Laukur og hvítlaukur maukaðir og soðnir í olíu ásamt kryddinu. Restinni bætt við.

Tuesday, September 19, 2006

Litla syndin ljúfa

Hérna er ein uppskrift úr gestgjafanum en hún Guðbjörg Þorsteins kynnti henni fyrir mér og hefur hún verið gerð svona í spari.

140 gr smjör
140 gr 70% Nóa Siríus súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 gr flórsykur
60 gr hveiti

Hitið ofninn í 220, smyrja 6 form ( dugar jafnvel í fleiri ). ca 11 form í ikea forminu
Þeytið egg og eggjarauður, bættið flórsykur í og þeytið vel. Bræðið smjör og súkkulaði í potti og blandið úti eggjahræruna, þeytt.( þetta á að vera eins og krem ) Og að lokum er hveitið sett úti. Setja ca dl í hvert form ( ekki fylla alveg ).
Bakið við 220 í 11-12 mín ( ekki við blástur )
Ef degið er gert fyrirfram má geyma í ca 2 daga þá þarf aðeins lengri bokunartíma. Gott að prófa að baka einn til að finna réttan tíma. Þetta á að lokast alveg en renna út súkkulaði þegar skeið er stungið í.

Bera fram heitt með ís eða rjóma..ótrulega gott að vera með ferska ávexti eins og jarðaber..